• Föstudaginn 15. desember er kakó í garðinum. Börnum og foreldrum þeirra er boðið í kakó og piparkökur hér í garðinum frá kl.09:00-10:00.

  Foreldrar eru hvattir til að taka þátt, þar sem að sögur segja að rauðklæddir menn séu að mæta í heimsókn.

  Börnin eru hvött til að koma með vasaljós til að nota úti.

  Jólasveinar

 • Á morgun er dagur íslenskrar tungu sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Börn úr Breiðagerðisskóla munu koma til okkar og lesa fyrir okkur bækur sem þau hafa valið sér.

  16.nóv

 • Kæru foreldrar þann 24.nóvember er starfsdagur í Garðaborg og er þá leikskólinn lokaður.

  fundur

 • Í tilefni af baráttudegi gegn eineltis, byrjar hjá okkur grænn litavika í dag 6/11 2017. Börnin munu gera einhver græn verkefni og leika sér með efnivið sem er grænn. Miðvikudagurinn 8/11 mun vera grænn dagur á landsvísu og munum við að sjálfsögðu táka þátt. Hvetjum við alla til að mæta í einhverju grænu þann dag.

  Image result for Green clothes kids

Skoða fréttasafn


Foreldravefur